Skilmálar

Almennt

Preppbarinn ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.

Skattar og gjöld

Öll verð eru með virðisaukaskatti. Preppbarinn ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara.

Afhending

Preppbarinn ehf. býður eingöngu upp á sóttar pantanir. Ekki heimsendar pantanir.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur í pöntunarferlinu samkvæmt neðangreindu.
Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Saltpay. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslun Preppbarinn ehf, ekki alltaf í vefverslun.

Að skipta og skila vöru

Ekki er boðið uppá skilum eða endurgreiðslu vöru, nema með greinilegum mistökum seljanda. Ávalt skal senda myndir á info(at)preppup.is með beiðni um endurgreiðslu.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Lög varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Scroll to Top